Meðalveskið er digurt, en hversu digur eru grennstu veskin?

Já, það er svosem allt gott og blessað við það að MEÐALráðstöfunarupphæð Íslendinga sé með því hæsta sem þekkist í heiminum. En hverjum er það að þakka að meðaltalið er svona hátt? Er þjóðin almennt svona vel stödd?

Svarið:

 Já og nei. Vissulega er vel stætt fólk hérna, nóg af því, ég kem sjálfur úr þokkalega stæðri fjölskyldu, það er líka nóg af moldríku fólki sem á fyrirtæki (ft.) og Range Rover með öllu. En við megum samt ekki horfa framhjá því að þeir sem hafa það ekki gott á Íslandi lepja hreinlega dauðann úr skel, lágmarkslaun eru allt of lág, sama má segja um skattleysismörk og bætur svo fátt eitt sé nefnt. Svo ekki sé minnst á skattar og gjöld eru allt of há sem skilar sér þannig að fátækir hafa úr allt of litlu að moða.

En er það ekki allt í lagi þar sem AÐ MEÐALTALI erum við svo vel stæð?

Nei! Þetta er ekki í lagi! 


mbl.is Sjötta þykkasta veskið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Nei....þetta er ekki í lagi!

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 15.11.2007 kl. 10:16

2 Smámynd: Geir Guðbrandsson

Það er alveg rétt, kaupæðið hérna er óheyrilegt, en það versta er að fólk eyðir fram yfir það sem hefur efni á, ríkir menn geta mín vegna eytt eins og þeir vilja meðan þeir hafa tök á, en þegar fólk er farið að kaupa plasmasjónvörp og borgar fyrir gervihnattasjónvarp og ljósleiðaratengingu en á svo varla fyrir salti í grautinn er mér nóg boðið.

Geir Guðbrandsson, 15.11.2007 kl. 14:10

3 identicon

Heill og sæll frændi!

Gaman að sjá að enn eru ungir menn með fastar skoðanir á málunum. Enda held ég að ungdómurinn fari batnandi, frá því að ég var ungur uppúr miðri síðustu öld, að meðaltali!

Það setti þó að mér nettan hroll þegar ég sá í fréttunum biðraðirnar fyrir utan nýju dótabúðirnar ykkar þarna fyrir sunnan í sl. viku.

Kveðjur að austan

GG 

Gunnar Geirsson, frændi (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 15:22

4 Smámynd: Geir Guðbrandsson

Já, ungdómurinn batnar kannski að vissu leyti, pólitískar skoðanir ungs fólks sem hefur þær á annað borð í dag eru oftar en ekki fastar og menn samkvæmir sjálfum sér, staðfastir og heiðarlegir.

En hins vegar þegar litið er á neyslu, bæði matar, áfengis, tóbaks, eiturlyfja og annarra neysluvara, þá er ungdómur nútímans og nánustu framtíðar að fara til fjandans!

Úff hvað maður er gamall í sér, 16 ára að hallmæla "ungdómi nútímans".

Ég vil nú taka fram að ég hef ekki enn litið í þessu nýju Kópavogsdótabúð, eina sem ég sé er stærsta hús á landinu með ljótt logo. En kannski er það rétt sem þeir segja, að það sé gott að búa í Kópavogi. 

Geir Guðbrandsson, 16.11.2007 kl. 08:48

5 identicon

Við meigum samt ekki gleyma því að fátækt á íslandi er svakalega lítið hlutfall af heildinni, einnig er fátækt á íslandi ekki það sama og annarstaðar. Vissulega er miskipting en laun þeirra lægst settu eru hlutfallslega hærri en í fátæktarviðmið í nágrannalöndum okkar. Það sem er verst fyrir þessa lægst settu er hvað hlutabréfamarkaðurinn á íslandi er KLIKKAÐUR og menn hagnast svo svakalega mikið sem sagt er það sem dregur verðbólguna og það kemur verst niður á þeim lægst settu,

Málið er að það sem er EKKI í lagi er einkaneysla íslendinga og þessi svaklega synd íslendinga að kalla alla LEIÐINLEGA, enginn vill vera leiðinlegur og vill ekki vera minni maður er nágranninn og í leiðinni steypum við okkur í skuldir, Lántaka á íslandi er rugl, Það sem íslendingar borga í vexti og yfirdráttavexti er með því hæsta sem þekkist í öllum HEIMINUM. Þessi hluti íslendinga getur bara sjálfum sér um kennt. Og ég vorkenni þeim ekki neitt, að taka lán á íslandi er bara rugl, Efnhagslífið á íslandi er svo óstöðugt og verðtrygging étur upp peningana þína, lán upp á milljón til 5 ára getur endað í 4 milljónum 1000kr hækkun milli mánaða er kannski ekki mikil fyrir fólk en á hverjum mánuði í 5 ár 1000krx12x5 semsagt seinasta afborgun er 60.000kr hærri en sú fyrsta, ÞAÐ ER EKKI Í LAGI, fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu og steypir sér í fátækt.

Allir eru að segja að krakkar ættu að fara fyrr út á vinnu markaðinn en þegar 16 ára krakkar eru í 3 vinnum til að halda endum saman og halda sér í tískunni séu að hætta í skóla til að byrja að vinna og hvar endar ungdómurinn þá.

Niðurstaða: Íslendingar geta sjálfum sér um kennt OG ÞAÐ ER EKKI Í LAGI, hver er sjálfum sér verstur.

Raggi (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 13:58

6 Smámynd: Geir Guðbrandsson

Það er alveg rétt, íslenski meðalJóninn hefur ekki rænu á því að taka myntkörfulán eða eitthvað álíka sniðugt heldur skella sér bara á "bestu kjörin"(minnsta blóðtakan en blóðtaka þó) og kaupa sér bíl sem þeir hafa engin efni á að borga upp, lenda í vandræðum og sama má segja um híbýli fólks, langt fram úr því sem fólk má við. Þetta er rugl.

Geir Guðbrandsson, 19.11.2007 kl. 15:12

7 identicon

síðan er þetta sama fólk að kvarta undan of háu verði á húsnæði. Þegar það dregur verðið upp með því að kaupa of dýrar eignir. 

ég keypti mér bíl en hafði þó rænu á að sætta mig við 90.000kr bíl og hann er fyrsta skipti að bila núna í 2 ár. ég er bara mjög sáttur við að þurfa ekki að rembast við að borga af nýjum bíl sem væri orðinn gamall og verðlaus þegar ég væri búinn að borga af honum.  

Raggi (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 23:44

8 Smámynd: Geir Guðbrandsson

Nákvæmlega, svo má ekki gleyma hvað umhverfið er að pressa á fólk að kaupa, kaupa kaupa! Spaugstofan tók þetta vel fyrir í síðasta þætti og gerði það stórglæsilega... Fólk er alltaf að kaupa meira dót, búðir setja stóra miða út í glugga og vara við með fyrirvara að næsta kortatímabil fari að byrja svo menn geti nú skellt sér í hressilegan yfirdrátt AFTUR.

 En ekki örvænta! Það má alltaf skella sér uppí S24 og taka lán fyrir yfirdrættinum!

Geir Guðbrandsson, 20.11.2007 kl. 08:56

9 identicon

http://www.visir.is/article/20071127/FRETTIR01/71127051

Raggi (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband