Fatlaðir settir út í kuldann og hafðir þar?

Já nú er kominn tími á nýja færslu, þegar ég las þetta frétt á leiðinni í skólann í morgun þá varð ég soldið pirraður, svo varð ég bara sár. Nú þekki ég svolítið til Birkis Freys, hann bjó í sama hverfi og ég, gekk í sama grunnskóla og ég og eldri bróðir minn var með honum í skólaárgangi. Birgir er voða ljúfur drengur og á svo sannarlega skilið að fá íbúð á leigu einhversstaðar, rétt eins og aðrir fatlaðir og allir Íslendingar almennt, það eru sjálfsögð mannréttindi.

Nú skil ég ekki afhverju yfirvöld tala alltaf stórum orðum um það að bæta svona mál, setja þau framarlega í forgangslistann fyrir kosningar og maður hugsar sér gott til glóðarinnar fyrir hönd þessara einstaklinga sem góðs myndu njóta af slíkum framförum, en svo þegar líða fer á kjörtímabilið hefur þessum íbúðum FÆKKAÐ? 


mbl.is Vill sjá soninn búa einan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

Bara ekkert nema brandari, húsnæðismarkaðurinn hér á Íslandi er versta dauðagildra námsmanna. Vona bara að íbúðum til námsmanna verði fjölgað og námsstyrkjum verði breytt svo þeir verði ekki lengur sá brandari sem þeir eru.

Ísleifur Egill Hjaltason, 23.11.2007 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband