5.11.2007 | 09:29
Fyrstur með fréttirnar?
Lágmarkslaun duga fólki ekki til að komast af. Þetta höfum við lengi vitað, þetta eru ekkert nýjar fréttir, og að þau séu svona rosalega langt frá því að duga eru heldur ekkert nýjar fréttir, við vitum vel að það lifir enginn á 15000 krónum á mánuði, hvað þá 106000, það er allt of lítið.
Nú þurfa ráðamenn að hisja upp um sig buxurnar og hækka lágmarkslaun og skattleysismörk svo fólk sem á ekki hlutabréf eða kvóta geti nú lifað sómasamlegu lífi!
Lágmarkslaun duga ekki fyrir húsaleigu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég vill ekki vera með neitt diss, og viðurkenni fúslega að lágmarkslaun eru alltof lág. Aftur á móti þá eru umfangsmiklar launahækkanir í svo litlu hagkerfi tvíeggja vopn.
Eins og sagan hefur sýnt þá er það einmitt lægsta stéttin sem myndi koma verst út ef við myndum hækka laun umfang mikið. WTF hvað er þessi gaur að röfla ???
Það sem ég er að meina að ef við hækkum öll laun fá allir meiri pening sem leiðir til þess að fólk getur eitt meiri pening. Einmitt ástæðan fyrir því að fólk vill meiri pening. ENNNNNNNNNNNNN
Þá erum við kominn á þann stað að allir eyði ógeðslega mikið og BOOOM!!!!
VERÐBÓLGA undirliggjandi verðbólga er í kringum 10 - 12 % á íslandi í dag og hún myndi fara ofar MIKLU og ÓÐAVERÐBÓLGA myndi koma þannig að allir standa illa. Það leiðir af sér Kreppu, hverjir verða undir ÞEIR SEM EIGA MINNST.
Ein af stærstu orsökum þess að rosaleg verðbólga var á íslandi á síðustu öld eru útaf því að laun hækkuðu svo rosalega. ÞAÐ VIRKAR EKKI AÐ PRENTA ÞÁ FLEIRI PENINGA
Raggi (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 12:14
Ég veit það vel, við þurfum að lækka almenna skatta og hækka fjármagnstekjuskatt, jákvæð mismunum er svarið. Hækka lágmarkslaun lítillega og skattleysismörk líka.
Nationwide launahækkanir bjarga engu heldur gera bara illt verra, ég er sammála þér þar.
Geir Guðbrandsson, 12.11.2007 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.