13.11.2007 | 09:19
Gott mál, en mætti vera betra.
Já þetta þykja mér góð tíðindi, innflytjandi á þing og við fáum mann með vit í kollinum sem veit að atvinnuleyfi á að gefa út á persónur en ekki verktakaleigur. En eins og í titli færslu þessarrar má gott lengi batna og hefði mér þótt enn betra hefði Austur-Evrópubúi tekið þetta verkefni að sér, að sitja Alþingi íslenska lýðveldisins sem fyrsti innflytjandinn þess til. Hefði viljað sjá Letta, Pólverja, Rússa, Hvít-Rússa eða mann með álíka þjóðerni gera þetta, en þó hef ég trú á herra Paul Nikolov til að standast þessa áskorun með miklum prýðum.
Gangi þér vel. :)
Fyrsti innflytjandinn á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
jam, þess vegna ætla ég á þing
"ekta síbiriskt gæðastöff"
viktoria (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 21:53
Ég bíð spenntur eftir framboði þínu í prófkjöri Samfylkingarinnar á næstu árum, þú færð mitt atkvæði.
Geir Guðbrandsson, 14.11.2007 kl. 09:00
Geiri ef eitthver ætti að fara í framboð þá væri það þú. Leysa upp þetta bananalýðveldi. Málið er að allir flokkar í dag eru sukk flokkar og í raun fagna ég öllu óháðu fólki með viti
Raggi (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 12:54
Reyndar er kona Paul af búlgörskum uppruna þannig að hann er með bein tengsl inn í hóp fólks frá austur Evrópu. Til hamingju Paul, það er þjóðþrifa mál að losa innflytjendur úr klóm atvinnurekenda þeirra.
Guðmundur Auðunsson, 14.11.2007 kl. 13:57
Takk fyrir þessa ábendingu Guðmundur, þetta vissi ég ekki, nú lýst mér enn betur á þetta en áður. Ég er sammála að það er lykilatriði að losa blessuðu innflytjendurna frá vinnuveitendunum, það er lykillinn.
Geir Guðbrandsson, 14.11.2007 kl. 14:08
Varðandi það hvort ég ætti að fara í framboð eða ekki, það veit ég ekkert um. Ég veit bara það að mér finnst margt í þessu blessaða lýðveldi sem mætti miklu betur fara, Bananalýðveldi segir þú, ég tek það í mál. Það er kannski ekki það að gallar þessa ríkis liggji einvörðu í illsku og kapítalisma gráðugra stjórnmála eða einhverju slíku, alls ekki. Ég held að það liggi að miklu leiti í aðgerðarleysi og "blindu" ráðamanna, fullt af mikilvægum atriðum sem þeir líta yfir.
Ég get tekið dæmi:
Atvinnuleyfi innflytjandi verkamenna gefin fyrirtækjum en ekki einstaklingum svo þeir verða upp á vinnuveitendur sína komnir.
Sú staðreynd að innflytjendur, sem vinna hér á landi skattskylda vinnu, greiða af kaupi sínu skatt eins og aðrir vinnandi menn hér í landi, en njóta þó ekki þeirra réttinda sem greiðslu téðra skatta á að fylgja, svo sem sjúkratryggingar og greiða því svimandi há gjöld til heilsugæsla og annarra stofnanna í heilbrigðisgeiranum sem við hin sem ríkisborgararétt höfum greiðum ekki einu sinni einn þriðjung af sökum trygginga sem borgast af skattpeningum sem innflytjendurnir ERU AÐ BORGA!
Geir Guðbrandsson, 14.11.2007 kl. 14:19
ég er með einnpunk að íslendingarnir hlægja í dag af þessum útlendingum sem vinna um helgar á dagtaxta og detta ekki í hug að segja þeim frá þeim kjörum sem þeir hafa rétt á. Fyrir pólverjann sem vinnur til að senda pening til pólands finnst þetta bara góð kjör því að peningur sem pólverjinn aflar hér er miklu meira virði í póllandi en peningur sem hann myndi vinna sér inn þar + hærri laun. Íslenskir vinnuveitendur sjá sér leik á borði og þeir eru þegar byrjaðir að ráða bara pólverja yfir íslendinga og þó að þeir borga þeim hærra þá borga þeir þeim minna en íslendingunum og í leiðinni þá fara íslendingar út úr fyrirtækjunum og í leiðinni þá verða fleiri of fleiri íslendingar atvinnulausir eða þurfa að sætta sig við lægri laun og í leiðinni þá til lengri tíma eykst atvinnuleysi á íslandi.
Miðað við fjölda pólverja og bara innflytjanda þá finnst mér bara Fáránlegt að að það séu ekki fleiri útlendingar á þingi. Þetta er að jafnast þá tíma sem íslendingar væla mjög mikið yfir þegar bændastéttin var á þingi og hélt mönnum frá borgum.
Í rauninni er þingið á íslandi svo gamalt og ómodernískt að það er ekki eðlilegt, hvernig stendur á því að það þarf að mynda 3 til 4 flokka stjórn úr öllum áttum sem í raun hafa mismunandi stefnuskrá í flestum tilvikum geti sameinast og stjórnað.
Ef við tökum borgina sem dæmi þá var FYRST ákveðið að mynda samstarf og síðan stefnuskrárnar flokkana 4 sameinaðar hvar er glóran í því. Ég get raulað og raulað yfir íslenska stjórnkerfinu en ég er kominn út fyrir efnið
BANANALÝÐVELDIÐ ÍSLAND
Raggi (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.